Leita í fréttum mbl.is

Langafi Guðjón

Einn af langöfum mínum hét Guðjón Sigurðsson (1867-1942) og kona hans og langamma mín hét Ingibjörg Þórólfsdóttir (1868-1955). Hér kemur smá vísnaþáttur um hann, tekið úr Strandapóstinum 5. árgangi (1971).

Hann var að vinna á Ísafirði og matmálstími var þegar sólin var yfir skarði sem þeir kölluðu Sultarskarð.

Hringlar nú með hörku garð
húsin skulum gista.
Sólin fer í Sultarskarð
á sumardaginn fyrsta.

Um hundinn Kol.

Heitir Kolur hundur minn
hefur bol úr skinni.
Er að vola auminginn
inni í holu sinni.

Bragðaði hvorki brauð né skol
best á heyjum alinn.
Nú þarf ekki að keyra Kol
klárinn vill í dalinn.

Spurður frétta, sagði hann allt af létta um réttarbyggingu (Skarðsrétt).

Nú á að taka nýjan sprett
nú er smátt að frétta,
nú á að byggja nýja rétt
nú er sú gamla að detta.

Óveður.
 
Ýta bítur óveðrið
allur þrýtur friður
þar sem hvíta kafaldið
koma hlýtur niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband