Leita í fréttum mbl.is

Stúfur

Stúfur kom þá, stuttur var
stirður óð hann skafla
þegar snjóinn þunna skar
þurr varð ei við nafla.

Naflakaldur náði kot
það næturhúmið langa.
Í eldhúsanna skúmaskot
skyldi leita fanga.

Lágvaxinn í laumi hékk
í leyni út við glugga
þegar frúin svaf við sekk
þá sást í lítinn skugga.

Stelsjúkur með stutta brá
þar stemma fornar sagnir
nýja pönnu náði þá
að naga brunnar agnir.

Nú er væskill, vinadæll
vinsæll dansar jólin
skrúfaður með skeggið sæll
hann skýst í rauða kjólinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband