Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar vísur

Yfir valdi vits og róms
vísan faldar grímu.
Innihaldið er til dóms
ef þú tjaldar rímu.

Formið greip til fastataksins,
og flutti kvæði.
Líkt og tindar bárubaksins
brotna gæði.

Stórt víst þykir þetta bú,
þó hann lítið kjósi.
Hann á snekkju, hest og kú
en hírist enn í fjósi.

Frostið bítur föla kinn,
fingurtítur dofna
í voða flýti vafra inn
og varma hlýt við ofna

Það hafa liðið ár og öld,
enn þó les ég kvæði,
lauk þeim flestum ljúft í kvöld,
og ligg ég því í næði.

Þegar vinnan þig vill buga
þú þrælar til að efla sjóð,
er gott að láta ljóð í huga,
lífga uppá dagsins slóð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

249 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 262
  • Frá upphafi: 52451

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband