Leita í fréttum mbl.is

Ádeila Eyjólfs.

Ég var að blaða í Feyki á kaffistofunni og rakst á vísnaþátt þar sem birtar eru vísur Eyjólfs Valgeirssonar frá Krossnesi um stjórnmálaflokkana, margar vísur og ég ætla að birta hér eina vísu um hvern stjórnmálaflokk eftir hann.

Vinstri grænir:

Ekki finnst mér vistarvænir Vinstri grænir
þeir þenja kjaft og þykjast kænir
en þrályndi þá skyni rænir.

Frjálslyndi flokkurinn:

Sjónhverfingar sýnist mér að Sverrir bralli
enginn treystir öldnum kalli
er áður ríkti á heðfarstalli.

Samfylkingin:

Samfylking er súr í skapi
sýnt er að hún fylgi tapi
þótt að Össur gleiður gapi
gini opnu - stoðar ei.
Og jóhanna er orðin öldruð mey.

Framsóknarflokkurinn:

Framsóknar er komið kvöld
kvíðinn hefur tekið völd
senn mun hún sín syndagjöld
sanngjörn á sig taka,
ef hún málum ekki snýr til baka.

Sjálfstæðisflokkurinn:

Um eigin glöp öðrum kenna
öflugum stoðum renna
undir auðhringafansinn
æstan stíga þeir dansinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband