Leita í fréttum mbl.is

Staka

Sonur Ægis, rænurýr
ræður höggi kylfa.
Leonsí jafn skratti skýr
skríður aur með Gylfa.


Ráðherraraunir

Af Illuga höfum við ekkert að segja
allt er í stakasta lagi og fína,
því Orka er dásemd og ljúft af að leigja
og læðast svo saman í góðu til Kína.

 


Ráðalausir

Flestir af landi fara senn
fremur eykst hér kvíðinn,

því ráðalausir ráðamenn
ráðast hart á lýðinn.


Í moldarbeði

Vorboðar í vetrarlok nú vappa'á hlaði.
Snjóinn burt þó kannski kveði
kalt er enn í moldarbeði.


Limra

Áður fyrr eitrið menn sugu
ortu og limrur út smugu
en í neftóbaks tremma
tapaðist stemma
og stuðlar í fjarska burt flugu.


Vorið

Sólin gyllir sæ og grund
sumar hillir undir.
Vorið stillir vermir lund
vægja hryllings stundir.


Krot

Sjaldan alveg af mér brýt
enda nokkuð góður.
En á styttur krota krít
og krafsa fjandi óður.

Mæðir það en minnir á
miðlungs fuglahægðir.
Nag það mun ei nokkur sjá
næst er koma lægðir.


Vor

Enn þó kæli Kári sker
hvergi um það skeyti,
því ég veit að víst nú er
vor á næsta leyti.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

270 dagar til jóla

Apríl 2015
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband