Leita í fréttum mbl.is

Kuldastökur

Élin lemur kalda kinn
kalt er nef og haka.
Veðrið ælir enn um sinn
ís og blautum klaka.

Frerablómin blómstra dátt
blöðin kuldinn skerpir.
Hafnarfjallið fölt og grátt
fötin að sér herpir.

 


Lífsins vítamín

Í krísu getur kvæðamergð
kreist fram brosin fín,
ljóst er því að ljóðagerð
er lífsins vítamín.


Hryllingsvísa:

 

Varúlfur þú vilt mig rífa'í sundur
verði tunglið alveg fölvagult,
Samt er eins og í þér sé smá hundur
ef að tunglið birtist trauðla fullt.


Höfundur

Höskuldur Búi Jónsson
Höskuldur Búi Jónsson

Ég yrki og blaðra.

248 dagar til jóla

Nóv. 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 260
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband